Sérfræðingur á sviði þjóðhagsmála
Sérfræðingur á sviði þjóðhagsmála
Forsætisráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á skrifstofu stefnumála. Meginhlutverk hans felst í almennri greiningu, miðlun upplýsinga og stefnumótun er viðkemur þjóðhagsmálum, þar á meðal á sviði almennrar hagstjórnar, málefnum Seðlabanka Íslands, hagskýrslugerðar, velsældaráherslna og alþjóðlegu samstarfi velsældarhagkerfa, tekjuþróun ofl. Viðkomandi einstaklingur mun einnig starfa að verkefnum tengdum Þjóðhagsráði og því er þekking og reynsla á sviði vinnumarkaðsmála kostur en hlutverk ráðsins er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál.
Leitað er að drífandi og jákvæðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi og hefur þekkingu og reynslu á því starfssviði sem um ræðir. Skrifstofa stefnumála er m.a. samhæfingaraðili lykilverkefna sem ganga þvert á ráðuneyti, veitir stuðning við stefnumótun ríkisstjórnar, ráðuneyta og stofnana, fylgir eftir stefnu ríkisstjórnar, hefur yfirumsjón með sjálfbærri þróun og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, velsældaráherslum og mælikvörðum þar að lútandi og þjónustar ráðherranefndir. Skrifstofan hefur skýrt hlutverk og virk samskipti við aðila vinnumarkaðarins, Þjóðhagsráð, Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining og framsetning upplýsinga um þjóðhagsmál, hagskýrslugerð, velsældaráherslur og vinnumarkaðsmál.
- Gagnagreining og vinnsla sem nýtist við stefnumótun á vettvangi ráðuneytisins og við ákvarðanatöku.
- Sinnir verkefnum sem við koma Þjóðhagsráði.
- Þátttaka í teymisvinnu er viðkemur hlutverki ráðuneytisins á sviði stefnumótunar og samhæfingar.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi.
- Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
- Hæfni til að vinna úr og greina töluleg gögn.
- Hæfni til að setja fram niðurstöður skriflega og munnlega.
- Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð kostur.
- Færni og lipurð í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð íslenskukunnátta og ritfærni.
- Góð enskukunnátta og ritfærni og færni í einu Norðurlandamáli er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023
Nánari upplýsingar veitir
Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri - [email protected] - 8995525