Móttökuritarar í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Móttökuritarar í sumarafleysingar á HSN Akureyri
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir móttökuriturum í sumarafleysingar á heilsugæslustöð. Ráðningatími er frá 1. júní til 31. ágúst 2023 eða samkv. samkomulagi. Starfið er fjölbreytt og krefjandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka, tímabókun, afgreiðsla og uppgjör
- Símsvörun
- Póst og pakkadreifing
- Skjalafrágangur
- Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Almenn enskukunnátta er skilyrði
- Æskilegt að hafa reynslu af afgreiðslustörfum/móttökustörfum
- Grunnþekking eða reynsla af bókhaldi og uppgjöri er kostur
- Almenn tölvukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Gott viðmót, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Kostur er að vera nemi í heilbrigðisgagnafræði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjölur hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Ekki er unnt að ráða fólk yngra en 18 ára og æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri.
Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.
Gildi HSN eru: Fagmennska - samvinna - virðing.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Dagný Þrastardóttir, Verkefnastjóri ritara
-
[email protected]
-
432 4600
Ingibjörg Lára Símonardóttir, Yfirhjúkrunarfræðingur
-
[email protected]
-
432 4600