Móttökuritari - Vopnafjörður - SUMARAFLEYSING 2023
Móttökuritari - Vopnafjörður - SUMARAFLEYSING 2023
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu á heilsugæsluna á Vopnafirði. Hluti starfs felst í ræstingu á starfsstöð. Starfshlutfall er 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
Símsvörun og vinna með afgreiðslukerfi við móttöku skjólstæðinga heilsugæslunnar, einng þrif á heilsugæslustöðinni.
Hæfniskröfur
Krafist er tölvukunnáttu og ríkrar þjónustulundar. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin og kunnátta í ensku og fleiri tungumálum æskileg.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hafa gert.
Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar þrettán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Magnfríður Ólöf Pétursdóttir
-
[email protected]
-
470-3029
Þórarna Gró Friðjónsdóttir
-
[email protected]
-
470-3053