Hoppa yfir valmynd
TæknistörfHöfuðborgarsvæðiðÞjóðskrá

Tæknilegur skilríkjasérfræðingur

Tæknilegur skilríkjasérfræðingur

Þjóðskrá leitar að tæknilegum skilríkjasérfræðingi til að starfa með skilríkjateymi stofnunarinnar. Starfið krefst mikillar yfirsýnar og sérhæfingar. Gerð er rík krafa um frumkvæði og sjálfstæði starfi og er ætlast til að viðkomandi geti leiðbeint öðrum sérfræðingum og stjórnendum varðandi sitt sérsvið, þ.m.t. tæknilegum öryggiskröfum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfir umsjón með dreifilyklaskipulagi (PKI) og þátttaka í öðrum verkefnum á sviði traustvottorða.
 • Tæknileg umsjón með þróun, prófun og rekstri upplýsingakerfa fyrir ferða- og persónuskilríkjaútgáfu
 • Tengiliður stofnunarinnar við erlenda sem innlenda birgja og samstarfsaðila.
 • Þátttaka í gæðastarfi eftir því sem við á
 • Önnur verkefni sem yfirmaður ákveður hverju sinni

Hæfniskröfur

Nauðsynlegar hæfniskröfur:

 • Grunnþekking á dreifilyklaskipulagi (PKI), traustvottorðum og öruggum samskiptum
 • Færni til að tjá sig um tæknilega flókin mál bæði á ensku og íslensku
 • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

Aðrir kostir:

 • Reynsla af því að vinna við dreifilyklaskipulag (PKI), traustvottorð og örugg samskipti
 • Þekking á PKD kerfi ICAO og kröfum til PKI í tengslum við ferðaskilríki
 • Þekking tæknilegum öryggiskröfum til útgáfu ferða- og persónuskilríkja
 • Framúrskarandi samskipta-, og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
 • Reynsla af gerð kröfulýsinga fyrir upplýsingakerfi
 • Þekking/reynsla af skilríkjamálum (persónuskilríki, ferðaskilríki, rafræn skilríki)
 • Þekking og reynsla í SQL (gagnahögun og gerð fyrirspurna)
 • Reynsla af tæknilegum prófunum á upplýsingakerfum
 • Grunnþekking á kröfum og stöðlum í tengslum við upplýsingaöryggi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2023. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar í gegnum ráðningarkerfi Alfreds. Athygli er vakin á að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Hlutverk Þjóðskrár er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum. Innan starfssviðs Þjóðskrár er rekstur þjóðskrár, útgáfa skilríkja m.a. vegabréf og nafnskírteini, útgáfa vottorða ásamt ábyrgð á kjörskrárstofnum.

Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þau sem vilja starfa í anda gilda okkar um gleði, kraft og samvinnu. Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni og hraða í vinnubrögðum og notum umbótastjórnun til að gera betur í dag en í gær. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023

Nánari upplýsingar veitir

Halldór B Hreinsson, framkvæmdastjóri - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira