Sumarafleysing - starf í eldhúsi
Sumarafleysing - starf í eldhúsi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús í sumarafleysingar. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Unnið er í vaktavinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða aðstoð við matargerð, skömmtun, uppvask og þrif í eldhúsi.
Hæfniskröfur
- Reynsla og þekking á eldhússtarfi eru nauðsynleg
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Þjónustulund, metnaður og frumkvæði
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 60-80%
Umsóknarfrestur er til og með 13.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Sveinn Guðmundsson - [email protected] - 4220587