Verkefnastjóri rannsóknastofa við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið
Verkefnastjóri rannsóknastofa við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið
Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 50-100% starf verkefnastjóra rannsóknastofa við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs. Verkefnastjóri rannsóknastofa ber ábyrgð á rekstri rannsóknastofa auðlindadeildar, innviðum og fjárhagi þeirra.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér Umsjón og rekstur rannsóknastofa og annars rannsóknatengds rýmis auðlindadeildar HA. Starfið felur í sér:
- Rekstur efnalagers og fjárhagsumsjón (30%)
- Viðhald tækja (20%)
Næsti yfirmaður er Forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs og starfsstöð er á Akureyri.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á nákvæmni, samskiptahæfni og fagmennsku. Starfið felst í miklum samskiptum, samvinnu og þjónustu við starfsfólk og nemendur sviðsins. Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri býður upp á nám í fimm deildum, Auðlindadeild, Hjúkrunarfræðideild, Iðjuþjálfunarfræðideild, Viðskiptadeild og Framhaldsnámsdeild þar sem boðið er upp á þverfaglegt framhaldsnám í heilbrigðisvísindum.
Hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf æskilegt
Reynsla af störfum í rannsóknarstofu og þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
Reynsla af þróun og vinnu með gæðaferla er kostur
Þekking á háskólaumhverfinu og opinberri stjórnsýslu er kostur
Góð almenn tölvukunnátta og hæfileiki til að nýta sér þekkingu
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Góð samskiptafærni, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
- Ítarleg náms- og ferilskrá
- Staðfest afrit af prófskírteinum
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
Tilnefna skal tvo meðmælendur. Æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.
Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynja og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Heilbrigðis-, viðskipta-, og raunvísindasviðs - [email protected] - 4608036