Hjúkrunarfræðingur/ teymisstjóri- Transteymi Landspítala
Hjúkrunarfræðingur/ teymisstjóri- Transteymi Landspítala
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í að efla og þróa þjónustu Transteymis á Landspítala. Um er að ræða spennandi starf þar sem unnið er í þverfaglegu teymi þvert á sérgreinar. Viðkomandi mun, ásamt því að starfa sem teymisstjóri og halda utan um starfsemi teymisins, stuðla að og þróa samstarf við ýmsa samstarfs- og hagsmunaaðila.
Hjúkrunarfræðingurinn verður virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar innan Transteymis Landspítala. Unnið er að fjölbreyttum umbótaverkefnum og bjóðast margvísleg tækifæri til starfsþróunar.
Starfshlutfall er 80-100%, dagvinna og er starfið laust frá 15. febrúar 2023 eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Utanumhald og yfirsýn yfir starfsemi og þjónustu teymisins
- Heilbrigðisþjónusta við notendur Transteymis og aðstandendur þeirra
- Þróun heilbrigðisþjónustu á þverfaglegum grundvelli
- Greina hjúkrunarþarfir og veita meðferð í samræmi við gagnreynda þekkingu
- Þátttaka í umbóta-, gæða- og vísindastarfi
Hæfniskröfur
- Brennandi áhugi á málefnum trans einstaklinga
- Faglegur metnaður, sjálfstæð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni til að þróa og aðlaga heilbrigðisþjónustu að fjölbreyttum þörfum notenda
- Áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Frumkvæði, drifkraftur og áreiðanleiki
- Færni til að skipuleggja og forgangsraða verkefnum
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Gerður Beta Jóhannsdóttir
-
[email protected]
-
825 9546
Júlíana Guðrún Þórðardóttir
-
[email protected]
-
897 5309