Starf í fjárhagsbókhaldi Landspítala
Starf í fjárhagsbókhaldi Landspítala
Við óskum eftir þjónustulunduðum aðila í fjárhagsbókhald á Landspítala. Meginhlutverk fjárhagsbókhalds er að tryggja áreiðanlegar og tímanlegar upplýsingar um rekstur og fjárhag og stuðla að skilvirkri fjármálastjórnun á Landspítala. Í fjárhagsbókhaldi starfa 17 einstaklingar við fjölbreytt verkefni tengd tekjubókhaldi Landspítala.
Fjárhagsbókhald er hluti af Rekstrar- og mannauðssviði sem hefur m.a. umsjón með fjármálum Landspítala. Í því felst t.d. að sjá um fjárstýringu og fjárheimildir spítalans, annast gjalda- og tekjubókhald, uppgjör og innheimta kröfur. Deildir undir Rekstrar- og mannauðssviði eru Fjárhagsbókhald, Hagdeild, Innkaupadeild, Reikningsskil og fjárstýring, Launadeild, Kjaradeild, Mannauður og starfsumhverfi og Aðföng og umhverfi.
Leitað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund, sem er reiðubúinn til að axla ábyrgð og takast á við spennandi verkefni í krefjandi starfsumhverfi Landspítala. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna við bókanir í fjárhagsbókhaldi Landspítala
- Vinna með rafræna reikninga
- Samskipti við ýmsar deildir spítalans og ytri birgja
- Vinna við að bæta ferla við meðhöndlun reikninga
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðurkenndur bókari
- Haldgóð reynsla af bókhaldi er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Frumkvæði, metnaður, nákvæmni og agi í vinnubrögðum
- Rík þjónustulund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfsmerkingar: skrifstofustarf, viðskiptafræðingur, bókari, fjármál,
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Hulda Sigurbjörnsdóttir - [email protected]