Móttökuritari Heilsugæslan Mjódd
Móttökuritari Heilsugæslan Mjódd
Heilsugæslan Mjódd auglýsir laust til umsóknar starf móttökuritara. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% framtíðarstarf.
Á Heilsugæslunni Mjódd eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, hreyfistjóri, næringafræðingur ásamt sálfræðingum og riturum. Heilsugæslan Mjódd er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
- Móttaka tímapantana í afgreiðslu
- Uppgjör í lok dags
- Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
- Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun og frágangi gagna
- Ýmis önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur
- Nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af móttökuritarastarfi kostur
- Reynsla af Sögukerfi kostur
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Góð almenn ensku kunnáttu æskileg
- Íslensku kunnátta skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Nánari upplýsingar veitir
Perla Torfadóttir
-
[email protected]
-
5136000
Kristín Þorbjörnsdóttir
-
[email protected]
-
5136000