Sérfræðingur í geðlækningum
Sérfræðingur í geðlækningum
Laus er til umsóknar 50-100% staða sérfræðings í geðlækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri , staðan er laus frá 1. apríl n.k.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús, sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir.
Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins. Deildin þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands 18 ára og eldri. Deildin skiptist í legudeild og dag- og göngudeild með fjölbreyttum verkefnum. Góð samvinna er við aðrar sjúkrahúsdeildir, heilsugæslustöðvar, félagsþjónustu sveitarfélaga, geðsvið Landspítalans og stofnanir SÁÁ fyrir fíknisjúklinga.
Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild geðdeildar sjúkrahússins, göngudeild og bráðamóttöku, ennfremur samvinnu við aðrar deildir sjúkrahússins og stofnanir á Norður- og Austurlandi. Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknarvinnu.
Hæfniskröfur
Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Helgi Garðar Garðarsson
-
[email protected]
-
463-0100
Ragnheiður Halldórsdóttir
-
[email protected]
-
463-0100