Skemmtilegt sumarstarf - Sjúkraliði
Skemmtilegt sumarstarf - Sjúkraliði
Heimahjúkrun HH leitar eftir sjúkraliða í sumarstarf. Um er að ræðir tímabundið vaktavinnu starf þar sem unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Starfshlutfall er 50-90% eða skv samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfssvið í heimahjúkrun er að veita víðtæka hjúkrun í heimahúsum. Sjúkraliðar bera ábyrgð á að vinna samkvæmt hjúkrunaráætlun sem lögð er til grundvallar hjúkrunarmeðferð skjólstæðinga. Sjúkraliðar veita skjólstæðingum og aðstandendum þeirra leiðbeiningar og fræðslu. Þeim ber að sinna öðrum verkefnum sem þeim er falið af teymisstjóra og taka þátt í þróunarverkefnum og gæðastarfi innan stofnunar. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Sjúkraliði vinnur náið í teymi ásamt teymisstjóra, hjúkrunarfræðingi og öðrum sjúkraliðum. Teymisstjóri fer fyrir teyminu. Sjúkraliði mun hafa bifreið til afnota á vinnutíma.
Hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Mikil samskiptahæfni
- Faglegur metnaður og áhugi á að vinna við heimahjúkrun
- Reynsla af heimahjúkrun æskileg
- Sjálfstæði í starfi
- Gilt ökuleyfi
- Hreint sakavottorð
- Góð íslensku og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 50-90%
Umsóknarfrestur er til og með 11.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Hildur Sigurjónsdóttir - [email protected]