Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi
Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi
- Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á hjúkrunarheimili HSU á Selfossi, en þau eru Ljósheimar, Fossheimar og Móberg.
- Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Um er að ræða fjölbreytt starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki.
- Mikið er lagt upp úr góðu þverfaglegu samstarfi þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi.
- Um er að ræða vaktavinnu, skipulag vakta er í samráði við deildarstjóra.
- Möguleiki er á hlutastarfi.
Hæfniskröfur
- Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun
- Starfsleyfi landlæknis og/eða vottorð frá skóla um námsframvindu
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, áreiðanleiki og síðast en ekki síst jákvætt viðhorf
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
- Starfið er laust nú þegar og er starfshlutfall og fyrsti vinnudagur samkomulag
- Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi og fyrri störf.
Starfshlutfall er 20-100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Unnur Eyjólfsdóttir - [email protected]