Ljósmóðir/Ljósmæðranemi óskast til starfa í sumar á Heilbrigðisstofnun Suðuralands, Selfossi
Ljósmóðir/Ljósmæðranemi óskast til starfa í sumar á Heilbrigðisstofnun Suðuralands, Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir ljósmóðir/ljósmæðranema í sumar í afleysingar á HSU Selfossi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fæðingardeild HSU er D1 fæðingarstaður með um það bil 80 fæðingar á ári.
- Unnið er á þrískiptum vöktum.
- Á fæðingardeildinni er öll mæðravernd kvenna búsettra á Selfossi og nágrenni.
- Einnig er mæðravernd á vegum deildarinnar í Laugarási, Hveragerði og Þorlákshöfn.
- Ljósmæður deildarinnar sjá um göngudeildarþjónustu fyrir þungaðar konur og konur með börn á brjósti.
- Símaþjónusta er á deildinni allan sólarhringinn.
- Ljósmæður deildarinnar eru á bakvakt fyrir hjúkrunardeildir stofnunarinnar á næturnar.
Hæfniskröfur
- Umsækjendur skulu hafa lokið ljósmæðramenntun og hjúkrunarmenntun er æskileg/ Sýna fram á framvindu náms
- Starfsleyfi Landlæknis.
- Gerð er krafa um sjálfstæð vinnubrögð og fumkvæði í starfi.
- Framúrskarandi samkiptahæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Björk Steindórsdóttir - [email protected]