Móttökuritari sumarafleysing á heilsugæslustöð HSU Laugarási
Móttökuritari sumarafleysing á heilsugæslustöð HSU Laugarási
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu í starf móttökuritara við heilsugæslustöð Laugarási.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka, afgreiðsla og samskipti við skjólstæðinga.
- Símsvörun, ýmiss konar umsýsla og skráning gagna auk samskipta við aðrar deildir HSU.
Hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskilegt
- Starfið krefst hæfni og lipurðar í samskiptum, trúmennsku og nákvæmni í vinnubrögðum
- Viðkomandi þarf að hafa góð tök á vinnu við tölvur
- Viðkomandi þarf að hafa got vald á íslensku máli og þarf að geta átt tjáskipti á ensku.
- 18 ára aldurstakmark
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi hafa gert.
- Um er að ræða dagvinnu
- Náms- og starfsferilskrá fylgi umsókn.
- Um er að ræða 100 % starf í júlí og svo eftir nánara samkomulagi
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Jóhanna Valgeirsdóttir - [email protected]