Sérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun
Sérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun
Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í Garðabæ eða á Akureyri.
Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi, hönnun og framkvæmd samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta. Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á landinu öllu. Sóst eftir einstaklingi með þekkingu og reynslu af hönnun samgöngumannvirkja með jarðtæknilega áherslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér hönnunar- og verkefnastjórn auk sérfræðiráðgjafar í jarðtæknilegri hönnun.
Um mjög fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða sem felur í sér meðal annars.
- Almenn verkefnis- og hönnunarstjórn
- Kaup á ráðgjöf og rannsóknum á sviði jarðtækni
- Úrvinnsla jarðtæknirannsókna
- Jarðtæknileg ráðgjöf og rýni vegna hönnunar vega og grundunar mannvirkja
- Þátttaka í leiðbeiningagerð í samstarfi við aðrar deildir
Hæfniskröfur
- Verk- eða tæknifræðingur með M.Sc. próf
- Sérhæfing eða reynsla á sviði jarðtækni æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum, vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
- Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni
- Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Kunnátta í norðurlandamáli æskileg
- Góð öryggisvitund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vakin er athygli á því að persónuupplýsingum um umsækjendur kann að verða miðlað til ráðningarstofu sem kæmi að vinnu við ráðningarferlið. Öll vinnsla og meðferð persónuupplýsinga í ráðningarferlinu fer fram í samræmi við persónuverndarstefnu sem birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar, sjá hér https://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/markmid-og-stefnur/personuverndarstefna/
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Margrét Silja Þorkelsdóttir, forstöðumaður hönnunardeildar - [email protected] - 522-1830