Iðjuþjálfi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Iðjuþjálfi í sumarafleysingar á HSN Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir eftir iðjuþjálfa í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hvetur og styður skjólstæðinga til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni með það að markmiði að auka lífsgæði.
- Annast endurhæfingu í samvinnu við sjúkraþjálfara og skipuleggur einstaklings- og hópameðferðir.
- Leggur fyrir möt og hannar einstaklingsáætlanir í samráði við skjólstæðinga. Tryggir að framvinda sé skráð og metin reglulega.
- Miðlar fræðslu til skjólstæðinga, aðstandenda og starfsfólks.
- Annast alla umsýslu hjálpartækja í samráði við yfirhjúkrunarfræðing.
- Er tengiliður skjólstæðinga við aðra þjónustuflokka s.s. sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga, lækna og félagsþjónustu.
- Hefur yfirsýn yfir þá þjónustu sem skjólstæðingar fá og/eða þarfnast.
- Tekur þátt í teymisvinnu og situr fundi sem varða skjólstæðinga.
- Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Hæfniskröfur
- Fullgilt próf sem iðjuþjálfi og íslenskt starfsleyfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Framúrskarandi samskiptahæfni
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa gert.
Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini og náms- og starfsferilsskrá. Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.
Gildi HSN eru: Fagmennska - Samvinna - Virðing.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Helga Margrét Jóhannesdóttir, Yfirhjúkrunarfræðingur
-
[email protected]
-
432 4133
Viktoría Björk Erlendsdóttir, Deildarstjóri
-
[email protected]
-
432 4100