Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.
Laust er til umsóknar starf heilbrigðisgagnafræðings. Um er að ræða framtíðarstarf.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skráning samskipta og meðferð upplýsinga í sjúkraskrárkerfi
- Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk um skráningar í sjúkraskrárkerfi
- Umsjón með sjúkraskrárkerfum
- Samskipti við utanaðkomandi aðila og eftirfylgni mála
- Skjölun og frágangur pappírsgagna
Heilbrigðisgagnafræðingur starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn og siðareglum og markmiðum stofnunarinnar.
Hæfniskröfur
- Starfsleyfi Landlæknis
- Þekking á Sögu
- Þekking á Heilsuveru er kostur
- Góð tölvu- og tækniþekking er nauðsynleg
- Reynsla af dikteringum er kostur
- Þekking á ICD-10 er kostur
- Reynsla af kennslu eða jafningafræðslu er kostur
- Gott vald á íslensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti
- Vönduð vinnubrögð og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Ástríður Sigþórsdóttir - [email protected]