Sjúkraliði Kristnesspítali
Sjúkraliði Kristnesspítali
Laus er til umsóknar 80-100 % staða sjúkraliða við Kristnesspítala þar sem fara fram endurhæfinga og öldrunarlækningar Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus eftir samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta gengið allar vaktir.
Næsti yfirmaður er Kristín Margrét Gylfadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Í starfinu felst ábyrgð á öllum almennum verkefnum sjúkraliða samkvæmt lögum og reglugerðum.
- Á Kristnesspítala er veitt einstaklingsmeðferð, hópmeðferð og þjónusta á göngudeild.
- Lögð er áhersla á þekkingu og færni í heilsufarsmati sjúklinga, heilbrigðishvatningu, markmiðssetningu, meðferð, fræðslu og leiðsögn til sjúklinga, aðstandenda og annarra meðferðaraðila.
- Starfið felur í sér teymisvinnu sem byggir á markvissri samvinnu sjúklings, fjölskyldu og meðferðaraðila.
Hæfniskröfur
- Umsækjandi skal hafa lokið sjúkraliðanámi frá viðurkenndri menntastofnun og hafa gilt íslenskt starfsleyfi.
- Starfsreynsla í öldrunar- og/eða endurhæfingarhjúkrun er æskileg.
- Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Nánari upplýsingar veitir
Kristín Margrét Gylfadóttir
-
[email protected]
-
463-0100
Erla Björnsdóttir
-
[email protected]
-
463-0100