Kerfisstjóri í upplýsingatæknideild
Kerfisstjóri í upplýsingatæknideild
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum starfskrafti í stöðu kerfisstjóra í upplýsingatæknideild hjá embættinu. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf sem heyrir undir fjármála- og upplýsingatæknisvið.
Upplýsingatæknideild sinnir margvíslegri þjónustu þvert á embættið svo sem notendaþjónustu, innkaup og uppsetningu tölvubúnaðar, símtæki stofnunarinnar og veitir almenna stjórnendaráðgjöf í upplýsingatæknimálum og tekur virkan þátt í ferlaumbótum hjá stofnuninni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 430 á fjórum megin starfsstöðvum.
Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir almennri notendaþjónustu
- Almenn kerfisstjórn ásamt vinnu við fyrirbyggjandi viðhald og bilanagreiningar
- Umsjón með stýrikerfis- og hugbúnaðar dreifingu á vélbúnað embættisins
- Viðhald og uppsetning vél- og hugbúnaðar á tölvu- og símakerfi embættisins
- Stefnumótun/greining á nýjum tækifærum
- Þátttaka í þróunar- og umbótumverkefnum
Hæfniskröfur
- Nám sem nýtist í starfi t.d. kerfisfræði/kerfisrekstur eða sambærilegt nám
- Þekking og reynsla af notendaþjónustu
- Reynsla af kerfis og netrekstri
- Þekking á Microsoft 365 skýjalausnum og staðbundnum lausnum Microsoft
- Reynsla á sjálfvirknilausnum fyrir reglubundin verkefni kostur
- Þekking á gagnavísindum og hagnýtingu gagna mikill kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Mjög góð þjónustulund, jákvætt og sveigjanlegt viðhorf
- Hæfni í samskiptum og gott vald á íslensku og ensku
Þess er vænst að umsækjendur hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika og færni.
Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum.
Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.
Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til að sannreyna þetta er lögreglu heimil að afla upplýsinga úr sakaskrá og málskrá lögreglu sbr. 28. gr.a. lögreglulaga nr. 90/1996.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum, sem settar eru samkvæmt heimild í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Nánari upplýsingar veitir
Pétur Jónasson
-
[email protected]
-
444-1000
Sigríður Gisela Stefánsdóttir
-
[email protected]
-
444-1000