Lífeindafræðingur
Lífeindafræðingur
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða lífeindafræðing á rannsóknadeild stofnunarinnar á Ísafirði frá 1. september 2023 eða skv. samkomulagi. Starfshlutfall er 75 - 100% eða skv. samkomulagi og starfið er unnið í dagvinnu með bakvöktum.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.
Helstu verkefni og ábyrgð
Lífeindafræðingur vinnur dagleg störf á rannsóknadeild sjúkrahússins.
Rannsóknastofa HVest er með rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði, sýklafræði og er með mini blóðbanka.
Rannsóknastofan sinnir þjónustu við sjúkrahúsið og heilsugæsluna.
Hæfniskröfur
- Starfsleyfi Landlækinsembættisins til þess að starfa sem lífeindafræðingur
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Góð reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og fylgibréf þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu og staðfestar upplýsingar um menntun. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.
Starfshlutfall er 75-100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2023
Nánari upplýsingar veitir
Auður Dóra Franklín, Deildarstjóri - [email protected] - 450 4516