Geislafræðingur - afleysing
Geislafræðingur - afleysing
Ertu sjálfstæður og skipulagður einstaklingur með góða samskiptahæfni og tilbúinn að koma á Austfirði til starfa í myndgreiningarteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands? Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Á HSA starfa þrír geislafræðingar á tveimur starfsstöðvum, Heilsugæslunni á Egilsstöðum og Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupsstað.
Starfshlutfall er 80-100% eða skv. samkomulagi, dagvinna með bakvöktum í sumarafleysingu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í vetur í 50-100% starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfið er laust frá 1.maí eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Á myndgreiningarsviði sjúkrahússins er eitt fast röntgentæki (CR myndplötukerfi), 16 sn. sneiðmyndatæki (CT), móbíll og C-bogi. Von er á nýju sneiðmyndatæki á árinu 2023.
Helstu verkefni eru
- Vinna við þjónusturannsóknir á sviði myndgreininga.
- Sérhæfð verkefni, eftir atvikum, sem heyra undir starfsemi deildarinnar.
- Vinna við RIS, PACS og Sögu kerfið.
- Stuðla að góðri þjónustu.
- Þátttaka í bakvöktum. Á umdæmissjúkrahúsinu í Neskaupstað er sólahrings bakvakt eftir að dagvinnutíma líkur.
Hæfniskröfur
- Almenn þekking á meðferð á röntgentækjum.
- Þekking til að nota röntgentæki, sneiðmyndatæki (CT), móbíl og C-boga.
- Góð samskiptafærni og fagleg framkoma.
- Hæfni og geta til að starfa í teymi.
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi.
- Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni.
- Íslenskt starfsleyfi geislafræðings.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag geislafræðinga hafa gert.
Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar þrettán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 08.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Hallgrímur Axel Tulinius
-
[email protected]
Borghildur F. Kristjánsdóttir
-
[email protected]