Sérfræðilæknir í gigtlækningum
Sérfræðilæknir í gigtlækningum
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í gigtlækningum. Við gigtlækningar starfa sérfræðilæknar í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir.
Við sækjumst eftir sérfræðilækni með breiða þekkingu og reynslu í gigtlækningum og almennum lyflækningum. Starfið veitist frá 1. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi. Um fullt starf er að ræða getur þó verið samkvæmt nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna á legu-, dag- og göngudeild
- Vinna við samráðskvaðningar á aðrar deildir Landspítala
- Þátttaka í vöktum gigtlækninga og almennum lyflækningum i
- Þátttaka í kennslu og rannsóknarstarfi
Hæfniskröfur
- Íslenskt sérfræðileyfi í gigtlækningum
- Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum
- Breið þekking og reynsla í gigtlækningum og almennum lyflækningum
- Reynsla af kennslu og rannsóknum
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum.
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
- Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn. Umsækjandi sækir skjalið hér og vistar, fyllir það út og sendir með umsókn.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingr: Heilbrigðisþjónusta, sérfræðilæknir, læknir
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Guðrún Björk Reynisdóttir - [email protected]