Landamæraverðir - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Landamæraverðir - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður landamæravarða.
Hjá embættinu starfa um 200 manns. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum er Keflavíkurflugvöllur sem gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengir landið við Evrópu og Norður-Ameríku. Í fjölmennu liði lögreglunnar á Suðurnesjum býr mikill þróttur og góð þekking.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að sinna fyrsta stigs landamæraeftirliti í vegabréfahliðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli
- Að starfa undir stjórn lögreglumanna og við hlið annarra landamæravarða við framkvæmd landamæraeftirlits
- Að hafa eftirlit með flugfarþegum líkt og skilgreint er í reglugerð um för yfir landamæri
Hæfniskröfur
- Vera 20 ára eða eldri
- Hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun. Ekki er gerð krafa um menntun umfram stúdentspróf.
- Ekki hafa gerst brotlegur við refsilög, þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið, né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem landamæraverðir verða almennt að njóta
- Standast bakgrunnsathugun með jákvæðri umsögn
- Vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis
- Hafa gott vald á íslensku og ensku, kunnátta í öðrum tungumálum er kostur
- Búa yfir almennri tölvukunnáttu
- Landamæraverðir skulu sækja og standast nám um landamæravörslu ásamt starfsþjálfun
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Starfið er vaktavinna.
Þeir sem valdir verða þurfa að standast námskeið sem áætlað er að hefjist 25. ágúst 2023.
Nánar er kveðið á um hlutverk landamæravarða í reglugerð um för yfir landamæri nr. 866/2017.
Athygli umsækjenda er vakin á heimild til að skoða sakaferil umsækjenda um starf í lögreglu en samkvæmt 28. gr. a lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan megi skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið með því að smella á hlekkinn hér að neðan og láta ferilskrá og kynningarbréf fylgja með sem viðhengi.
Einungis er tekið við umsóknum með þessum hætti. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Varðandi persónuverndarákvæði gagnvart umsækjendum, sjá vef lögreglunnar: https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2020/04/Persónuverndaryfirlýsing-til-umsækjenda.pdf
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Kristín Þórdís Þorgilsdóttir - [email protected] - 4442200