Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Verkefnastjóri doktorsnáms, Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

Verkefnastjóri doktorsnáms, Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra doktorsnáms í 50-70% starfshlutfall. Starfið tilheyrir Nemendaþjónustu sviðsins og felst m.a. í því að hafa umsjón með doktorsnámi á sviðinu og veita upplýsingar og þjónustu til bæði nemenda og starfsfólks með faglegum vinnubrögðum, skilvirkum ferlum og þjónustumiðaðri nálgun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta, ráðgjöf og upplýsingamiðlun til doktorsnema og starfsfólks sviðsins
  • Umsjón með umsóknum, námsferlum og brautskráningu doktorsnema
  • Umsýsla og samskipti við andmælendur vegna doktorsvarna
  • Eftirfylgni og utanumhald upplýsinga og gagna
  • Þátttaka í tilfallandi verkefnum innan Nemendaþjónustu sviðsins

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist i starfi
  • Reynsla og/eða þekking af verkefnastjórnun er kostur
  • Þjónustulund, samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
  • Góð tölvukunnátta og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Skipulagshæfni og frumkvæði í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Ferilskrá
  • Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
  • Staðfest afrit af prófskírteinum
  • Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Starfshlutfall er 50-70%

Umsóknarfrestur er til og með 05.06.2023

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg Óðinsdóttir, Mannauðsstjóri - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum