Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaVesturlandHeilbrigðisstofnun Vesturlands

Yfirlæknir við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi.

Yfirlæknir við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi.

Staða yfirlæknis við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi, er laus til umsóknar. 

Staðan veitist frá 1. september 2023.   

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirlæknir hefur umsjón og ber ábyrgð á lækningastarfi við deildina.  Starfinu fylgir vaktskylda, vinna á göngudeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og starfsþjálfun sérnámsgrunnslækna.   

Hæfniskröfur

  • Sérfræðiréttindi í almennum lyflækningum og íslenskt starfsleyfi
  • Viðurkenning í einhverri af undirgreinum lyflækninga er kostur
  • Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar er æskileg
  • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
  • Þekking og reynsla af mannauðsmálum
  • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af kennslu og þekking á vísindastörfum æskileg 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, starfsferil, rannsóknir og kennslustörf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og ríkisins. Við ráðningar í störf á HVE er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. 

Nánari upplýsingar veitir Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga, sími 4321000, [email protected] 

Sótt er um inni á www.starfatorg.is

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) samanstendur af átta starfsstöðvum. HVE veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Þjónustan er veitt íbúum umdæmisins og öðrum sem eftir henni leita. 

Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum; heilsugæslusvið, hjúkrunarsvið og sjúkrasvið. Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra. 

Virðing-traust- fagmennska

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2023

Nánari upplýsingar veitir

Þórir Bergmundsson - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum