Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðiðLandspítali

Hjúkrunardeildarstjóri á líknardeild Landspítala Kópavogi

Hjúkrunardeildarstjóri á líknardeild Landspítala Kópavogi

Við leitum eftir kraftmiklum leiðtoga til að leiða og efla starfsemi líknardeildar Landspítala í Kópavogi og byggja upp sterka liðsheild. Hjúkrunardeildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um hjúkrunarfræðileg málefni deildarinnar. 

Deildin er fyrir tímabundna innlögn sjúklinga með ólæknandi, langt genginn sjúkdóm og skertar lífslíkur. Markmiðið er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Á deildinni eru 12 legurými og er starfsemin byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun og teymisvinnu. 

Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjarta-, æða- og krabbameinsþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. september 2023.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun starfseminnar, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni, í nánu samráði við aðra stjórnendur
  • Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deildinni í samráði við framkvæmdastjóra hjarta-, æða- og krabbameinsþjónustu og mannauðsstjóra
  • Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar í samráði við framkvæmdastjóra hjarta-, æða- og krabbameinsþjónustu og fjármálastjóra

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
  • Viðbótarmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af öryggis-, gæða- og umbótastarfi
  • Færni í stjórnunarhlutverki, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
  • Jákvætt lífsviðhorf, lausnamiðuð nálgun og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.

Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um: 

  • Fyrri störf, menntun og hæfni
  • Félagsstörf og umsagnaraðila 

Nauðsynleg fylgiskjöl: 

  • Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
  • Ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið 

Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.

Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. 

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.   

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.

Öllum umsóknum verður svarað.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 12.06.2023

Nánari upplýsingar veitir

Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdstjóri - vigdi[email protected] - 825 3502
Anna Dagný Smith, mannauðsstjóri - [email protected] - 825 3675

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum