Doktorsnemi í vélaverkfræði
Doktorsnemi í vélaverkfræði
Starf doktorsnema í vélaverkfræði á sviði lífaflfræði og tölvustýrðum vélbúnaði er laust til umsóknar. Verkefnið er unnið í samstarfi Háskóla Íslands og Össurar og er styrkt af Tækniþróunarsjóði til þriggja ára.
Helstu verkefni og ábyrgð
Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Fyrst að byggja á hönnun gervifótar sem leyfir notandanum að velja og stilla eiginleika og þar með hreyfanleika fótarins til að bregðast við þörfum þeirra athafna sem standa til, t.d. líkamsþjálfun af ýmsu tagi, ganga upp/niður langar brekkur eða krjúpa, ganga niður langar brekkur. Í öðru lagi að veita notandanum stjórn á hreyfimöguleikum gervifótarins með því að nýta rafvirkni vöðva innan hulsunnar til að framkalla þær breytingar sem notandinn óskar eftir. Rannsóknin mun leiða til nýrra, hagkvæmra lausna sem miðar að því að auka athafnagetu, jafnvægi og þægindi fyrir notendur og þar með auka hreyfanleika og heilsutengd lífsgæði.
Hæfniskröfur
- MSc gráða í fögum tengdum, lífaflfræði og stýringum, svo sem vélaverkfræði, rafmagnsverkfræði eða verkfræðilegri eðlisfræði.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að vinna í teymi.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Góð færni í ritaðri og talaðri ensku.
Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur inn í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að starfið hefjist sem fyrst.
Umsókn skal innihalda i) umsóknarbréf ii) ferilskrá (starfsreynsla, ritskrá ef einhver er), iii) afrit af prófskírteinum (BSc og MSc) ásamt einkunnadreifingu iv) eina blaðsíðu um áhuga á rannsóknum v) upplýsingar um tvo meðmælendur, tengsl þeirra við umsækjanda og hvernig má hafa samband við þá.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2023
Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Brynjólfsson - [email protected]