Bráðalæknir
Bráðalæknir
Lausar eru til umsóknar tvær stöður bráðalækna við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða 60-80% stöðu annars vegar og 80-100% stöðu hins vegar og veitast þær frá 01.05.2023 eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðalækninga.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Bráðamóttaka SAk sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstaklinga á öllum aldri, með líkamleg jafnt sem andleg einkenni. Bráðar komur eru um 17 þúsund á ári. Húsnæði er tiltölulega nýuppgert og bráðamóttakan vel tækjum búin. Aðgengi að stoðþjónustu, s.s. myndrannsóknum og blóðrannsóknum er afar gott og samvinna við stoðdeildir og aðrar sérgreinar mjög góð. Bráðamóttaka SAk hefur hlotið viðurkenningu Mats- og hæfisnefndar um sérnám á Íslandi til að mennta sérnámslækna í bráðalækningum. Starfsandi er sérlega góður. Umfang starfsemi hefur aukist á undanförnum árum og unnið er markvisst að því að lengja viðverutíma sérfræðinga í bráðalækningum með bætta þjónustu við skjólstæðinga að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst dagvinna og vaktavinna á bráðamóttöku SAk. Starfinu fylgir eftirfarandi:
- Vaktaskylda
- Þjónusta við sjúklinga
- Skráning og samskipti skv. lögum og reglugerðum
- Þátttaka í kennslu nema og heilbrigðisstétta
- Þjálfun sérnámsgrunnslækna og lækna í sérnámi
- Þátttaka í teymum sem tengjast sérgreininni
- Vinnsla gæðaskjala auk tækifæra til rannsóknarvinnu.
Hæfniskröfur
- Fullgilt íslenskt lækningaleyfi og fullgild réttindi í bráðalækningum en til greina kemur að horfa til annarra sérfræðiréttinda
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði sem fæst á vef sjúkrahússins www.sak.is Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa eftir því sem við á. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu á þeim ásamt innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. Sjúkrahúsið á Akureyri er reyklaus vinnustaður.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 60-100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Jón Pálmi Óskarsson
-
[email protected]
-
4630100
Erla Björnsdóttir
-
[email protected]
-
4630100