Ljósmóðir - Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda
Ljósmóðir - Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda
Laust er til umsóknar starf ljósmóður við fósturgreiningu kvennadeilda.
Starfið er laust frá 1. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag, um er að ræða dagvinnu.
Vinnuvika starfsfólks í dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fósturgreining og meðgönguvernd
Hæfniskröfur
- Íslenskt ljósmóðurleyfi
- Starfsnám í fósturgreiningu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi er kostur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- 2-5 ára starfsreynsla af ljósmóðurstörfum er kostur
- Reynsla af vaktstjórn er kostur
- Reynsla af símaráðgjöf er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Starfshlutfall er 40-100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, Yfirljósmóðir - [email protected] - 543-3317