Hoppa yfir valmynd
TæknistörfHöfuðborgarsvæðiðHáskóli Íslands

Tæknimanneskja í próteinvísindakjarna Raunvísindastofnunar

Tæknimanneskja í próteinvísindakjarna Raunvísindastofnunar

Laust er til umsóknar fullt starf tæknimanneskju á rannsóknarstofu í Próteinvísindakjarna Raunvísindastofnunar, annars vegar hjá lífefnafræðideild Raunvísindastofnunar og hins vegar hjá rannsóknarhópi Péturs O. Heiðarssonar frá 1. ágúst 2023, til eins árs.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Undirbúningur og framleiðsla algengra lausna og efna í lífefnafræðirannsóknum.
 • Uppsetning, umsjón og viðhald tækjabúnaðar, hugbúnaðar og vefsíða.
 • Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna og nemenda.
 • Pantanir og skipulag á efnalager.
 • Þjónustumælingar í samráði við stofustjóra.
 • Utanumhald norrænna samstarfsverkefna.
 • Aðstoð við kennslu, eftir því sem tækifæri gefst til.

Hæfniskröfur

 • MSc gráða í lífefnafræði eða skyldum fögum.
 • Reynsla af vinnu á rannsóknarstofu.
 • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu.
 • Góð enskukunnátta bæði í mæltu og rituðu máli.
 • Reynsla af algengum tækjabúnaði rannsóknarstofa.
 • Góð tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfest afrit af prófskírteinum.
 • Ferilskrá og ritaskrá.
 • Stutt kynningarbréf.
 • Upplýsingar um tvo meðmælendur sem hafa má samband við.

 

Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. ágúst 2023.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 07.06.2023

Nánari upplýsingar veitir

Pétur Orri Heiðarsson - [email protected] - 5254276

Smelltu hér til að sækja um starfið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum