Sumarafleysing heilbrigðisgagnafræðingur Grundarfirði
Sumarafleysing heilbrigðisgagnafræðingur Grundarfirði
Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða heilbrigðisgagnafræðing í sumarafleysingar á Grundarfirði. Tímabilið sem um ræðir er frá 1. júní til 31 ágúst. Ef viðkomandi getur hafið störf fyrr þá er það möguleiki. Um er að ræða 40% stöðu í dagvinnu.
Til greina kemur að ráða nema í heilbrigðisgagnafræði ef ekki kemur umsókn frá aðila með starfsleyfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skráning heilbrigðisupplýsinga, úrvinnsla og vistun, umsjón með kóðun sjúkdóma og aðgerða. Eftirlit með meðferð upplýsinga í nánu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Skjalastjórnun, sjúklingabókhald, skýrslugerð og gæðaeftirlit. Starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og fylgist vel með nýjungum og framþróun á starfssviði sínu.
Hæfniskröfur
- Starfsleyfi frá Embætti landlæknis sem heilbrigðisgagnafræðingur eða staðfesting á námi.
- Faglegur metnaður og góð samskiptahæfni.
- Sjálfstæði, þjónustulund og frumkvæði.
- Hæfni og geta til að starfa í teymi.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sækja skal um á starfatorg.is. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.
Starfshlutfall er 40%
Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2023
Nánari upplýsingar veitir
Dagný Ósk Guðlaugsdóttir
-
[email protected]
-
432-1350
Sigurður Þór Sigursteinsson, Mannauðsstjóri
-
[email protected]
-
432-1019