Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að sálfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að sinna vanda barna og unglinga. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Við leitum að sálfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu, sálfræðingi sem leggur metnað í að ná árangri í starfi. HH Seltjarnarnesi og Vesturbæ setur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Á stöðinni starfa heimilislæknar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar ásamt fleiri heilbrigðisstéttum og riturum. Starfsumhverfið er gefandi, skemmtilegt og gefur góðan sveigjanleika til faglegrar þróunar. Ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið þá hvetjum við þig til að sækja um starfið.
Geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilusgæslunnar þar sem er veitt fyrstu línu þjónusta. Heilsugæslan á jafnframt að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
- Mat og greining á vanda barna og unglinga
- Klínísk verkefni og fyrirmyndar vinnubrögð í samræmi við klínískar leiðbeiningar
- Notkun sálfræðilegra prófa
- Beitir gagnreyndum meðferðum og ráðgjöf
- Þátttaka í námskeiðahaldi fyrir fagfólk, skjólstæðinga og/eða aðstandendur
- Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Samstarf og samráð við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
- Þátttaka í þróun geð- og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
Hæfniskröfur
- Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
- 3 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
- Reynsla af greiningu og meðferð barna og unglinga
- Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðiaðferðum
- Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
- Góð færni og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
- Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Emilía Petra Jóhannsdóttir - [email protected] - 513-6100