Aðstoðardeildarstjóri á næringarstofu Landspítala
Aðstoðardeildarstjóri á næringarstofu Landspítala
Næringarstofa Landspítala leitar eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum næringarfræðingi sem er reiðubúinn að taka þátt í þróun deildarinnar. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni til að takast á við breytingar. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi og fjölmargt annað fagfólk spítalans.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Á næringarstofu starfa 16 næringarfræðingar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á flestum deildum spítalans. Veitt er sérhæfð næringarmeðferð fyrir inniliggjandi sjúklinga og á göngudeildum Landspítala. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á næringarstofu í samstarfi við háskóla og stofnanir innanlands og erlendis auk þess sem boðið er upp á starfsþjálfun í klínískri næringarfræði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggur daglega starfsemi deildarinnar í samráði við deildarstjóra
- Ber ábyrgð á rekstri og mönnun deildarinnar í fjarveru deildarstjóra
- Er leiðandi í klínísku starfi og framþróun
- Veitir skjólstæðingum Landspítala sérhæfða fræðslu og/eða næringarmeðferð
- Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem viðkomandi er falið
- Stuðlar að hvetjandi og jákvæðu starfsumhverfi og stöðugri liðsheild
Hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi næringarfræðings
- Starfsreynsla á bráða- og/ eða legudeildum sjúkrahúsa er skilyrði
- Reynsla eða þekking á verkefnastjórn og gæðastarfi kostur
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Afburða hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á ásamt kynningarbréfi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, næringarfræðingur,
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Áróra Rós Ingadóttir - [email protected] - 6202485