Ljósmóðir - Heilsugæslan Efra-Breiðholt
Ljósmóðir - Heilsugæslan Efra-Breiðholt
Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir ljósmóður í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 80% eða eftir nánara samkomulagi. Starfið felur í sér mæðravernd og ung- og smábarnavernd. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk. eða eftir nánari samkomulagi.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, félagsráðgjafa, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfssviðið er aðallega mæðravernd, ung- og smábarnavernd og leghálsskimanir.
Mæðravernd er í höndum ljósmæðra og heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er m.a. að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita stuðning og ráðgjöf, greina áhættuþætti og veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra.
Hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsleyfi sem ljósmóðir
- Reynsla sem ljósmóðir á heilsugæslustöð er kostur
- Reynsla af leghálsskimunum
- Reynsla við að nota rafræna mæðraskrá
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Reynsla og áhugi á teymisvinnu
- Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til að óska eftir hreinu sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 12.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Vildís Bergþórsdóttir - [email protected] - 821-2160