Kerfisfræðingur á upplýsingatæknideild
Kerfisfræðingur á upplýsingatæknideild
Hjá Vegagerðinni eru framundan spennandi tímar og okkur vantar öflugan kerfisfræðing í fjölbreytt og áhugavert starf í teymið í Garðabæ.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í notendaþjónustu við starfsfólk Vegagerðarinnar, viðveru á þjónustuborði ásamt fjölbreyttum verkefnum tengdum rekstri upplýsingakerfa Vegagerðarinnar svo sem:
- Umsjón með útstöðvum, uppsetningar og viðhald
- Uppsetning og rekstur upplýsingakerfa.
- Samskipti við þjónustuaðila á þjónustustöðvum um allt land
- Þátttaka í teymisvinnu innan upplýsingatæknideildar
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Mikil þjónustulund
- Kerfisfræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Góð þekking á Microsoft skýjalausnum
- Góð þekking á Windows Server rekstri
- Þekking á linux og gagnagrunnum er kostur
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Skipulögð vinnubrögð og góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingatæknideild tilheyrir fjármálasviði. Áhugsöm án tillits til kyns, eru hvött til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vakin er athygli á því að persónuupplýsingum um umsækjendur kann að verða miðlað til ráðningarstofu sem kæmi að vinnu við ráðningarferlið. Öll vinnsla og meðferð persónuupplýsinga í ráðningarferlinu fer fram í samræmi við persónuverndarstefnu sem birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar, sjá hér https://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/markmid-og-stefnur/personuverndarstefna/
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Kolbrún Halldórsdóttir, forstöðukona upplýsingatæknideild - [email protected] - 5221000