Háskólakennari á sviði ábyrgrar ferðaþjónustu
Háskólakennari á sviði ábyrgrar ferðaþjónustu
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum auglýsir lausa stöðu háskólakennara á sviði ábyrgrar ferðaþjónustu
Leitað er að einstaklingi með menntun og sérþekkingu á sviði ábyrgrar ferðaþjónustu, sem er reiðubúinn að taka virkan þátt í stefnumótun og áframhaldandi þróun deildarinnar með ábyrga stýringu að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í kennslu, rannsóknum og stjórnun.
Hæfniskröfur
- Meistaragráða í ábyrgri stýringu ferðaþjónustu eða sambærilegu fagi
- Yfirgripsmikil þekking á ábyrgri ferðaþjónustu
- Reynsla af uppbyggingu og þróun með ábyrga stýringu ferðaþjónustu að leiðarljósi
- Rík hæfni í samskiptum og geta til samstarfs innan og utan háskóla
Ábyrgð, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni - Geta til að takast á hendur ný og ögrandi verkefni og vinna undir álagi
- Fjölþætt tölvukunnátta
- Reynsla af kennslu á háskólastigi
- Reynsla af fjarkennslu og notkun Canvas kerfisins er kostur
- Þekking á rannsóknum á sviði ábyrgrar ferðaþjónustu æskileg
- Mjög góð tök á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Þekking á eftirfarandi sviðum er kostur: markaðs- og ímyndarmál, viðburðastjórnun, heilsuferðaþjónusta, veitingarekstur og áfangastaðastjórnun
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Á Hólum er fjölskylduvænt samfélag, falleg náttúra og sögurík umgjörð. Á staðnum er leik- og grunnskóli. Háskólinn aðstoðar við að útvega húsnæði í Skagafirði ef þess er þörf.
Með umsókn skal skila inn kynningarbréfi, ítarlegri ferilskrá og öllum prófskírteinum vegna náms á háskólastigi. Ekki er tekið við fylgiskjölum eftir að umsóknarfresti lýkur.
Búseta nálægt vinnustaðnum er mikill kostur.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2023 og viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2023. Nánari upplýsingar um starfið veitir Íris Dögg Björnsdóttir mannauðsráðgjafi, [email protected]
Sótt er um starfið á starfatorg.is.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Íris Dögg Björnsdóttir, Mannauðsráðgjafi - [email protected]