Lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu
Lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið leitar að metnaðarfullum og drífandi lögfræðingum til að starfa með öflugum hópi starfsmanna á skrifstofu réttinda einstaklinga. Undir skrifstofuna heyra ýmsir málaflokkar sem varða réttindi einstaklinga, svo sem málefni sýslumanna, fjölskyldumál, lögræðismál, þinglýsingar, málefni útlendinga, persónuvernd, persónuskilríki, happdrætti, mannanöfn og trú- og lífsskoðunarfélög.
Á skrifstofunni vinnur samhentur hópur lögfræðinga og sérfræðinga að stefnumótun og umbótaverkefnum í mikilvægum málaflokkum sem snerta líf flestra landsmanna. Unnið er með öðrum ráðuneytum, stofnunum og fjölmörgum hagsmunahópum að framþróun í opinberri starfsemi, aukinni skilvirkni og stafrænni þróun í þjónustu við borgarana. Starfið er lifandi og fjölbreytt og kallar jöfnum höndum á teymisvinnu og sterkt einstaklingsframtak.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða tvær lausar stöður en ráðið verður í aðra þeirra tímabundið til tveggja ára. Helstu verkefni viðkomandi munu snúa að stefnumótun, verkefnastjórnun, alþjóðasamstarfi og upplýsingagjöf til ráðherra. Þá þarf starfsmaðurinn að eiga í miklum samskiptum við undirstofnanir og Alþingi vegna fyrirspurna og ritunar frumvarpa sem snerta málefnasvið skrifstofu réttinda einstaklinga.
Hæfniskröfur
Hafa lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi
Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur
Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg
Þekking og reynsla af málefnasviði skrifstofunnar kostur
Þekking eða reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun kostur
Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Mjög góð enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Góð kunnátta á einu Norðurlandamáli er kostur
Frumkvæði, skipulagshæfileikar, drifkraftur og jákvæðni
Mjög góð forystu- og samskiptahæfni
Færni til að starfa sjálfstætt og í teymum.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á Starfatorg.is og er umsóknarfrestur til 6. júní nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja prófskírteini, ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og skýr grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið í samræmi við þær menntunar- og hæfniskröfur sem tilgreindar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Berglind Bára Sigurjónsdóttir - [email protected] - 5459000