Löglærður fulltrúi
Löglærður fulltrúi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á gömlum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdarvalds ríkisins í héraði. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild.
Starf löglærðs fulltrúa hjá sýslumanninum á Suðurlandi er laust til umsóknar. Starfsstöð er á skrifstofu embættisins á Selfossi og heyrir starfið undir sýslumann.
Helstu verkefni og ábyrgð
Viðkomandi fulltrúi ber faglega ábyrgð á stjórnsýslumeðferð fjölskyldu- og lögræðismála við embættið, hann sinnir upplýsingagjöf og leiðbeiningum við viðskiptavini, samstarfs- og hagsmunaaðila. Að auki sinnir viðkomandi fulltrúi, í samstarfi við aðra sérfræðinga, tilfallandi verkefnum á starfsstöð, svo sem lögbókendavottunum, sem og tímabundnum afleysingum fyrir aðra fulltrúa embættisins í samráði við sýslumann.
Hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði og önnur skilyrði b.-f. liðar 2. mgr. 3.gr. sbr. 2. ml. 2. mgr. 5.gr. l. nr. 50/2014.
- Þekking á verkefnum sýslumanna er æskileg.
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
- Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
- Þekking á aðferðafræði sáttamiðlunar er kostur.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
- Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Við leitum að áreiðanlegum einstaklingi með metnað til að leiða mikilvæga málaflokka í starfsemi embættisins.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Umsókn um starfið þarf að fylgja afrit af prófskírteinum ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og upplýsingum um meðmælendur. Einnig þarf að fylgja kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Horft verður til þess að umsækjendur falli sem best að þörfum starfstöðvarinnar og embættisins í heild.
Við ráðningu verður tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.
Sótt er um starfið á Starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.06.2023
Nánari upplýsingar veitir
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður - [email protected] - 4582800