Hoppa yfir valmynd
/

Landvörður - Umhverfisstofnun - Landið - 201707/1242

 


Landvarsla – sumar og haust 2017

Vegna aukinna fjárveitinga til landvörslu á árinu 2017 auglýsir Umhverfisstofnun eftir landvörðum í tímabundin störf á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Sunnanverða Vestfirði, Mývatnssveit, Austurland, Suðurland (m.a. Friðland að Fjallabaki, Gullfoss og Geysi, Dyrhólaey, Skógafoss og fleiri svæði), Reykjavík og Reykjanes.

Starfstímabil
Um er að ræða  tímabundin 100% störf en starfstími er breytilegur eftir svæðum frá september og allt til áramóta á einstökum svæðum.

Helstu verkefni
Störf landvarða felast m.a. í að fylgjast með að hvorki séu brotin ákvæði friðlýsingar svæðis né lög um náttúruvernd. Landverðir hafa eftirlit með umgengni á svæðunum, umsjón með vöktun umhverfisþátta, móttöku gesta, veita upplýsingar og fræða gesti, halda við merktum gönguleiðum, sjá um gönguferðir og fræðslustundir. Þá þurfa þeir að vera viðbúnir ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að þeir sem ráðnir verða til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. 

Hæfniskröfur og starfskjör
Leitað er að fólki sem hefur brennandi áhuga á náttúru Íslands auk reynslu af útivist og útiverkum. Ökuréttindi og hreint sakavottorð eru skilyrði fyrir ráðningu. Að auki verður horft til eftirfarandi þátta um þekkingu, reynslu og við val á starfsfólki: 
- Landvarðarréttindi 
- Reynsla af landvörslustörfum eða áþekk reynsla 
- Þekking á viðkomandi svæði 
- Kunnátta í íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
- Lipurð í mannlegum samskiptum og frumkvæði
- Æskilegt að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambandsins.

Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2017. Í umsókn þarf að koma fram hvaða svæði er verið að sækja um eða forgangsröðun umsækjanda. Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarform: Umsókn um landvarðarstarf 
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin.


Um svæðin og starfstímabil
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli fer starfsemin fram á utanverðu Snæfellsnesi, ströndinni við Stapa, Malarrifi (þar er gestastofa) og í Búðahrauni. Landverðir hafa búsetu að Malarrifi. Næsti yfirmaður landvarða í þjóðgarðinum er Jón Björnsson þjóðgarðsvörður, sem veitir nánari upplýsingar um störfin á Snæfellsnesi í síma 436 6860. Ráðið verður í störf á tímabilinu frá byrjun september til loka desember.

Mývatnssveit. Landverðir starfa í gestastofu Umhverfisstofnunar í Reykjahlíð og á vernduðum svæðum við Mývatn og Laxá svo sem Skútustaðagígum, Dimmuborgum, Hverfjalli, varplandi norðan Mývatns, og Seljahjallagili. Landverðir hafa búsetu í Vindbelg. Næsti yfirmaður landavarða í Mývatnssveit er, Davíð Örvar Hansson sérfræðingur, sem veitir nánari upplýsingar um störfin í síma 464 4460. Ráðið verður í störf á tímabilinu frá byrjun september til loka desember.

Suðurland – Friðland að Fjallabaki – Gullfoss/Geysir – Dyrhólaey - Skógafoss
. Aðsetur landvarða verður í eða í grennd við verndarsvæðin. Landverðir munu starfa á öllu svæðinu eftir skipulagi þar um og færast milli starfssvæða eftir þörfum. Næsti yfirmaður þeirra verður  Hákon Ásgeirsson sérfræðingur á Suðurlandi og miðhálendinu. Hann veitir nánari upplýsingar um störfin, í síma 591 2000. Ráðið verður í störf á tímabilinu frá byrjun september til loka desember.

Vesturland. Aðsetur landvarðar verður í Borgarnesi eða nágrenni. Starfsemin fer fram á friðlýstum svæðum á Vesturlandi, t.a.m. Eldborg í Hnappadal og í Grábrókargígum. Næsti yfirmaður landvarðar er þjóðgarðsvörður  í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, sem veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 436 6860. Ráðið verður í störf á tímabilinu frá byrjun september til loka desember.

Sunnanverðir Vestfirðir. Aðsetur landvarðar verður í eða í grennd við verndarsvæðin og megin starfssvæði eru friðlandið Vatnsfirði og náttúruvættin Surtarbrandsgil og Dynjandi. Næsti yfirmaður landvarðar er Edda Kristín Eiríksdóttir sérfræðingur, sem veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 591 2000. Ráðið verður í störf á tímabilinu frá byrjun september til loka desember.

Teigarhorn við Berufjörð. Aðsetur landvarðar verður að Teigarhorni og starfssvæðið er náttúruvættið Teigarhorn, náttúruvættið Blábjörg við Berufjörð og búsvæðið Tjarnir á Innri-Hálsum. Næsti yfirmaður landvarðar er René Biasone teymisstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 591 2000 en landvörður vinnur með staðarfulltrúa sveitarfélagsins sem hefur umsjón með svæðinu. Ráðið verður í störf á tímabilinu frá byrjun september til loka desember.

Reykjavík og Reykjanes. Starfssvæði landvarða nær yfir Reykjanes Geopark og friðlýst svæði á höfuðborgarsvæðinu. Aðsetur landvarða verður á Reykjanesi. Næsti yfirmaður er Þórdís V. Bragadóttir sem veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 591 2000. Ráðið verður í starfið frá byrjun september til áramóta.

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is


Fagmennska    Samvinna  Framsýni Virðing


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira