Hoppa yfir valmynd
/

Skjalastjóri - Tryggingastofnun - Reykjavík - 201708/1249

 


Skjalastjóri

Tryggingastofnun óskar eftir að ráða skjalastjóra í fullt starf. Skjalastjóri leiðir uppbyggingu og þróun skjalamála ásamt því að stýra teymi í skjalamálum. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptafærni og fagmennsku.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu, verklags við skjalastjórnun og rafræns skjalastjórnunarkerfis
- Stýrir teymi sem hefur umsjón með skjalavörslu
- Umsjón með frágangi skjalasafns og eftirfylgni með skjalaskráningu 
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsmenn
- Umsjón með fræðslu um skjalamál

Hæfnikröfur
- Háskólapróf á sviði bókasafns- og upplýsingafræða
- Þekking og starfsreynsla af skjalakerfinu ONE
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Reynsla af innleiðingu skjalastjórnunarkerfis er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og nákvæmni í starfi
- Góð leiðtoga- og samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Norðurlandamál er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag bókasafns og upplýsingafræðinga hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. 

Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Hólmfríðar Erlu Finnsdóttur, mannauðsstjóra Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, 105 Reykjavík. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.
Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má nálgast á www.tr.is.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.08.2017

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri í síma 560 4400.
Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri í síma 560 4400.

Smelltu hér til að sækja um starfið

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira