Hoppa yfir valmynd
/

Lögfræðingur - Umhverfisstofnun - Reykjavík/Landið - 201708/1276

 

Starf lögfræðings

Hjá Umhverfisstofnun er starf lögfræðings laust til umsóknar. Í boði er starf í frjóu umhverfi öflugra sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og samvinnu innanlands og utan.

Helstu verkefni lögfræðingsins verða undirbúningur ákvarðana, leiðbeiningar og önnur stjórnsýsluverkefni á sviði loftslagsmála og haf- og vatnsmála, greining á löggjöf Evrópusambandsins og gerð tillagna að reglugerðum. Einnig er gert ráð fyrir almennum lögfræði- og stjórnsýsluverkefnum sem og umsögnum um þingmál. Gert er ráð fyrir þátttöku í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi.

Gerð er krafa um kandídatspróf eða grunnpróf auk meistaraprófs í lögfræði ásamt góðri færni í íslensku, bæði ritaðri og talaðri sem og lipurð i mannlegum samskiptum auk kunnáttu í ensku og Norðurlandamáli. Að öðru leyti verða þekking, reynsla og hæfni höfð til viðmiðunar við val á starfsmanni, s.s. þekking á loftslagsmálum og málefnum er lúta að hafi og vatni, þekking á stjórnsýslurétti, þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu.

Næsti yfirmaður er Ólafur A. Jónsson sviðsstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um störfin.

Æskilegt er að starfsmennirnir geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða getur verið, allt eftir búsetu, í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmanna¬eyjum. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu.

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2017. Umsóknir skulu sendar á netfangið [email protected] 

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Fagmennska    Samvinna  Framsýni Virðing

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira