Hoppa yfir valmynd
/

Mannauðsstjóri - Þjóðskrá Íslands - Reykjavík - 201708/1273


Þjóðskrá Íslands leitar að öflugum mannauðsstjóra

Starfssvið:
Stefnumótun, þróun og framkvæmd mannauðsmála
Mat á mannaflaþörf, skipulag og umsjón með ráðningum
Móttaka nýliða og umsjón með þjálfun þeirra
Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður
Umsjón og undirbúningur starfsmannasamtala
Umsjón með sí- og endurmenntun 

Hæfniskröfur:
Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist i starfi
Starfsreynsla á sviði stjórnunar og mannauðsmála
Þekking og reynsla á úrvinnslu tölfræðilegra gagna
Þekking og reynsla af gæðamálum, greiningu og gerð verkferla
Þekking á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar
Þekking á sviði straumlínustjórnunar æskileg
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
Góð kunnátta í íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu  máli

Nánari upplýsingar um störfin má finna á www.skra.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á netfangið [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Þjóðskrá Íslands rækir hlutverk sitt með því að vera miðpunktur rafrænna lausna, halda grunnskrár, reka rafrænar þjónustugáttir og meta fasteignir. Við gefum út skilríki og vottorð byggð á traustum grunni.

Hjá Þjóðskrá Íslands starfa yfir 100 öflugir starfsmenn á tveimur starfsstöðvum, í Reykjavík og á Akureyri. Þjóðskrá Íslands er ein fjögurra ríkisstofnana sem tekur þátt í tilraunaverkefni velferðaráðuneytisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar og varir verkefnið til 30. apríl 2018. Markmið er að jafnlaunavottun verði náð fyrir árslok 2018.

Gildi Þjóðskrár Íslands virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira