Hoppa yfir valmynd
/

Starfsmaður í ráðgjafadeild - Lánasjóður íslenskra námsmanna - Reykjavík - 201708/1282


 

LÍN - Ráðgjafadeild

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í ráðgjafadeild. Um er að ræða framtíðarstarf. Verkefnin eru fjölbreytt. Starfshlutfall er 100%. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Starfssvið
Ráðgjöf og þjónusta við námsmenn.
Skönnun skuldabréfa og umsýsla námslána.
Úrvinnsla og skráning á gögnum.
Upplýsingagjöf og úrlausn ýmissa álitamála.
Ýmis önnur tilfallandi verkefni og afleysingar.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Reynsla af stjórnsýslu æskileg.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð samskiptafærni, samstarfsvilji og álagsþol.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags. 
Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.
Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent https://capacent.is/s/3678  

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við Fræðagarð. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst nk.
 
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir ([email protected]) og Thelma Lind Steingrímsdóttir ([email protected]) hjá Capacent.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira