Hoppa yfir valmynd
/

Umsjón með friðlandi - Umhverfisstofnun - Ísafjörður/Vestfirðir - 201708/1277

 

Friðlandið Hornströndum

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni til að hafa umsjón með friðlandinu á Hornströndum og öðrum friðlýstum svæðum á Norðvesturlandi. Leitað er að starfsmanni með afburðargóða samskiptahæfileika, góða þekkingu á náttúrufræði, líffræði eða umhverfisfræði auk reynslu, þekkingar og úthalds til óbyggðaferða. Verndargildi svæðisins er einstakt en eitt helsta hlutverk starfsmannsins er að varðveita náttúru svæðisins í samvinnu við landeigendur, sveitarfélagið Ísafjarðabæ og hagsmunaaðila.
 
Helstu verkefni
Helstu verkefni eru eftirlit og umsjón með friðlandinu, gerð starfsáætlana og undirbúningur fyrir verndarráðstafanir, umsjón með landvörðum og sjálfboðaliðum innan friðlandsins, gerð verndaráætlana, skipulag og umsjón landvörslu, afgreiðsla stjórnsýsluerinda, seta í Hornstrandanefnd, náttúruverndarverkefni á landsvísu, vöktun náttúru- menningarminja og ferðamanna.

Hæfniskröfur
Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi, góða íslenskukunnáttu og færni í rituðu máli, auk góðrar kunnáttu í ensku. Að auki verða eftirfarandi þættir um þekkingu og reynslu hafðir til viðmiðunar við val á starfsmönnum:
Reynsla sem nýtist í starfi
Samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
Þekking á friðlandinu
Þekking og reynsla af verklegum framkvæmdum
Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
Þekking á almennum rekstri
Þekking og/eða reynsla af stjórnsýslustörfum 
Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa.
Góð íslenskukunnátta, bæði töluð og rituð
Góð enskukunnátta. Frekari tungumálakunnátta er kostur

Starfsstöðvar sérfræðingsins eru á starfsstöð Umhverfisstofnunar á Ísafirði og innan friðlandsins á Hornströndum.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Ólafur A. Jónsson sviðsstjóri, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur mannauðsstjóra í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2017. Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, á netfangið [email protected] 

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Fagmennska    Samvinna  Framsýni Virðing

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira