Hoppa yfir valmynd
/

Nýdoktor í reiknifræðilegri jarðskjálftafræði - Háskóli Íslands, Jarðvísindastofnun - Reykjavík - 201709/1445

 

Nýdoktor í reiknifræðilegri jarðskjálftafræði
Jarðvísindastofnun 
Háskóli Íslands


Óskað er eftir nýdoktor í fullt starf í reiknifræðilegri jarðskjálftafræði til eins árs. Möguleiki er á framlengingu í eitt ár sem miðast við framgang rannsóknarverkefnisins. 

Markmið verkefnisins „Fjórvíð greining skjálftavirkni á Suðurlandi: Aðferð til að segja fyrir
um stóra jarðskjálfta“ er að nota jarðskjálftagögn til að kanna hvort hraði jarðskjálftabylgja í skorpunni breytist með tíma á undan stórum Suðurlandsskjálftum (þ.e. forskjálftamerki). Tugir þúsunda vel staðsettra smáskjálfta hafa mælst á svæðinu síðan 1991, með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands. Þrír stórir (> 6) jarðskjálftar hafa orðið síðan 2000. Rannsóknarhópurinn vinnur að því að bæta skjálftastaðsetningar  til að hægt sé að fá nákvæma mynd af grunnhraðagerð jarðskjálftabylgja í jarðskorpunni undir Suðurlandi. Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk frá Rannís árið 2015.

Í starfinu felst notkun og þróun á  úrvinnslu til greiningar á forskjálftamerkjum  í tví- og þrívíðu rúmi með tölfræðilegum prófunum. Reynsla í sneiðmyndaaðferðum, geislarekjun og  tölfræði er nauðsynleg.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið doktorsgráðu í fagi með áherslu á reiknifræðilegar aðferðir, og hafa fengið birtar tvær eða fleiri ISC greinar sem fyrsti höfundur. Umsækjendur þurfa að vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og samvinnuliprir. Enskukunnátta er skilyrði. Áhugi á jarðvísindum er kostur.

Umsóknarfrestur er til 2. október 2017. Staðan hefst sem fyrst og samkvæmt samkomulagi. Möguleiki er á framlengingu um eitt ár. Sótt er um starfið HI17090022 rafrænt hér: http://www.hi.is/laus_storf

Umsókn skal innihalda i) kynningarbréf ii) ferilskrá, iii) PhD prófskírteini, iv) eina blaðsíðu um áhugasvið í rannsóknum, v) upplýsingar um tvo meðmælendur og hvernig má hafa samband við þá, vi) afrit af 2-5 birtum greinum, sem best lýsa reynslu viðkomandi fyrir fyrirhugað starf. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Frekari upplýsingar veitir Dr. Ingi Þ. Bjarnason ([email protected]).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. 

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi.  Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira