Reikningshald - Sjúkratryggingar Íslands - Reykjavík - 201710/1592

 

Reikningshald
 
Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða starfsmann tímabundið í 100% starf í reikningshald á Fjármála- og rekstrarsviði stofnunarinnar. Ráðningartími er til ársloka 2018.

Um er að ræða krefjandi starf við reikningshald stofnunarinnar. Verkefnin snúa að umsjón með bókhaldi og ýmsum tengdum verkefnum. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast færslu bókhalds í ORRA, fjárhagskerfi ríkisins. 
- Verkefni í bókhaldi réttindaflokka sem SÍ hefur umsjón með.
- Umsjón með kröfum og innheimtu.
- Afstemmingar, s.s. viðskiptamanna, bankareikninga o.fl.
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta.
- Marktæk reynsla á sviði reikningshalds er mjög æskileg og kostur að viðkomandi hafi reynslu af ORRA.
- Þekking og mikil reynsla af notkun Excel ásamt góðri almennri tölvukunnáttu.
- Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð, nákvæmni, áhugi og metnaður í starfi.
- Heiðarleiki og samviskusemi.
- Lipurð í samskiptum og þjónustulund.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar, www.sjukra.is

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2017

Nánari upplýsingar veitir
Elísabet H Guðmundsdóttir - [email protected] - 515-0000

SJTR Reikningshald
Vínlandsleið 16
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn