Yfirlæknir - Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Stykkishólmur - 201710/1582

 

Laust er til umsóknar starf yfirlæknis á Háls- og bakdeild, St.Franciskusspítala, HVE Stykkishólmi

Á St.Franciskusspítala, HVE Stykkishólmi hefur verið starfrækt  Háls- og bakdeild, síðan 1992. Um er að ræða 13 rúma legudeild fyrir sjúklinga með verki frá hálsi og/eða baki og þjónar hún öllum landsmönnum. Núverandi starfsemi byggist á tveggja vikna einstaklingsmiðuðu meðferðarprógrammi og sinnir deildin um 500 sjúkdómstilfellum og meðhöndlar um 240 inniliggjandi sjúklinga á ári. Sérhæfð verkjameðferð fer fram á deildinni, m.a. lágmarksinngrip með gegnumlýsingu, s.s. sprautur í bogaliði, mænugang, spjaldliði og inn að taugarótum. Einnig hefur deildin tekið við nemum í sjúkraþjálfun og læknisfræði. Gæðakannanir deildarinnar sýna góðan árangur bæði hvað varðar verkjastjórn, starfs- og athafnagetu ásamt fleiri þáttum.

Aðstaða til sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar er góð. Deildin er vel mönnuð sjúkraþjálfurum með breiða þekkingu á sviði endurhæfingar auk sérþekkingar og þjálfunar í greiningu og meðferð stoðkerfisvandamála. Einnig er rekin heilsugæslustöð auk sjúkra- og hjúkrunarrýma í rúmgóðu og vel búnu húsnæði. 

Hæfniskröfur:
Íslenskt lækningaleyfi
Áhugi á verkjameðferð almennt en  sérstaklega við verkjum frá hryggsúlu og öðrum stoðkerfisverkjum.
Hæfni og geta til að starfa í teymi
Metnaður til að ná árangri
Áhugi og/eða reynsla af kennslu og rannsóknum

Starf þetta getur m.a verið áhugavert fyrir sérfræðing eða verðandi sérfræðing í heimilislækningum með sérstakan áhuga á háls- og bakvandamálum, verkjameðferð og stoðkerfisvandamálum almennt. Yfirlækni Háls- og bakdeildar gefst tækifæri til að vinna að framtíðastefnumótun deildarinnar, í samstarfi við fagteymi hennar.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2017.

Við ráðningar í störf á HVE er ávallt tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Upplýsingar um starfið og starfsemi deildarinnar veita Hrefna Frímannsdóttir, yfirsjúkraþjálfari og faglegur ábyrgðaraðili Háls- og bakdeildar: [email protected] og Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar: [email protected].

Stykkishólmur er fallegt bæjarstæði við Breiðarfjörð, með um 1200 íbúum, blómlegu mannlífi og háu þjónustustigi. Auk  grunnskóla er af bæjarfélaginu rekinn tónlistarskóli og leikskóli sem tekur að öllu jöfnu við 12 mánaða gömlum börnum og eru allar stofnanirnar vel mannaðar fagfólki. Fjölbrautarskóli Snæfellinga er starfræktur í Grundarfirði af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi og gefst nemendum kostur á skólaakstri.

Umsókn ásamt ítarlegum upplýsingum um nám, starfsferil, rannsóknir og kennslustörf sendist til Þóris Bergmundssonar framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar: [email protected].

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn