Sjúkraliði - Landspítali, bæklunarskurðdeild - Reykjavík - 201710/1569

 

Sjúkraliði
 
Sjúkraliði óskast til starfa á bæklunarskurðdeild á skurðlækningasviði. Á deildinni starfa rúmlega 50 manns í þverfaglegu teymi og sinna sjúklingum eftir liðskiptaaðgerðir sem og sjúklingum með áverka á stoðkerfi eftir slys. 

Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall og vinnufyrirkomulag samkomulagsatriði. Tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og sjúkraliðaleyfi.
Um er að ræða 3 stöðugildi og eru störfin laus nú þegar eða eftir samkomulagi. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2017

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Hauksdóttir - [email protected] - 824 5958

LSH Bæklunarskurðdeild
Fossvogi
108 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn