Sérfræðingur - Fiskistofa, þjónustu- og upplýsingasvið - Akureyri - 201710/1608

 

Sérfræðingur á þjónustu- og upplýsingasviði

Fiskistofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og árangursdrifinn sérfræðing til starfa í höfuðstöðvar Fiskistofu á Akureyri. Um er að ræða fullt starf og er stefnt að ráðningu frá áramótum. 

Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun.

Helstu verkefni:

Utanumhald og úrvinnsla á upplýsingum um byggðakvóta, strandveiðar og grásleppuveiðar.
Eftirlit og uppfærsla á skipaskrá Fiskistofu.
Frágangur og úrvinnsla á umsóknum sem varða fiskveiðikerfið.
Útgáfa veiðileyfa.
Eftirlit með umframafla og viðbrögð við honum.
Úrlausn mála sem varða millifærslur á kvóta.

Menntun- og hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun kostur.
Mjög góð tölvukunnátta nauðsynleg, sér í lagi Excel-kunnátta.
Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og geta til að starfa í hópi.
Góð skipulagshæfni, frumkvæði sem og geta til að vinna sjálfstætt.
Góð íslensku- og enskukunnátta.
Góð afköst og vönduð vinnubrögð.
Þekking á sjávarútvegi er kostur. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Ösp Gylfadóttir mannauðs- og fjármálastjóri eða Þorsteinn Hilmarsson, sviðsstjóri þjónustu- og upplýsingasviðs í síma 5697900. 
Umsókn sem inniheldur ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið sendist á netfangið [email protected] merkt „Sérfræðingur á Akureyri“

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2017.

Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt og eru höfuðstöðvar á Akureyri. Stofnunin annast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is.  

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn