Fangaverðir - Fangelsismálastofnun - Reykjavík - 201710/1700

 

 

Fangaverðir

Fangelsismálastofnun auglýsir eftir 2 fangavörðum til starfa í Fangelsinu Hólmsheiði

Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst: 
- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt 
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín

Helstu verkefni og ábyrgð
Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga. 
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 347/2007.

Hæfnikröfur
- Iðnmenntun og/eða háskólamenntun kostur
- Gott vald á íslensku, talaðri sem ritaðri
- Góð kunnátta í ensku nauðsynleg
- Gott viðmót, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum
- Góð kunnátta og færni á tölvur og helstu forrit s.s. word, excel og Lotus notes
- Samviskusemi, stundvísi og vandvirkni

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.
Sækja skal um starfið merkt "Störf fangavarða á Hólmsheiði" á heimasíðu Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is fyrir fyrir 20. nóvember nk.
Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2017

Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur Gíslason - [email protected] - 520 5063
Jakob Magnússon - [email protected] - 520 5000

FMS Fangelsið Hólmsheiði
Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík

Smelltu hér til að sækja um starfið

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn